Körfubolti

Körfuboltakvöld um Þorbjörgu: Hún er svona lím sem allir þurfa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
s2 sport
Það er mikil keppni um sæti í úrslitakeppninni í Domino's deild kvenna. Skallagrímskonur eru búnar að missa af lestinni en þær stríddu þó Stjörnukonum sem eru í hörkubaráttu um fjórða sætið.

„Þetta tímabil er búið að vera vonbrigðatímabil, þær ætluðu sér flotta hluti,“ sagði Hermann Hauksson um Skallagrímsliðið þegar sérfræðingar Körfuboltakvölds ræddu síðustu umferð kvennadeildarinnar í þætti vikunnar.

Skallagrímur er í sjötta sæti, tíu stigum frá fjórða sætinu og eru farnar að hugsa um leikina sem eftir eru í deildinni sem æfingaleiki sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í viðtali eftir leikinn.

KR-ingar hafa hins vegar átt frábært tímabil og þær unnu Snæfell í Vesturbænum. Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir var frábær í þeim leik og skoraði 20 stig.

„Hún er svona þetta lím sem öll lið þurfa, virðist vera frábær karakter, er góður liðsmaður en tekur ekkert frá neinum og getur svo átt svona leiki,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson.

„Benni má líka alveg fá fullt af hrósi. Hann er að gera þetta ógeðslega vel. Þú getur verið með frábært lið og ekkert gerist, sjáðu Manchester United í fótboltanum, svo færðu nýjan þjálfara og allt smellur,“ sagði Fannar Ólafsson.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.



Klippa: Körfuboltakvöld: Skallar ýta á reset og KR heldur áfram að gera vel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×