Innlent

Borgfirðingar vilja skýringar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Á Vesturlandsvegi við Kjalarnes.
Á Vesturlandsvegi við Kjalarnes. Fréttablaðið/Vilhelm
Byggðarráð Borgarbyggðar segist gera alvarlegar athugasemdir við að flytja eigi fjármagn frá fyrirhugaðri uppbyggingu vegarins á Kjalarnesi til annarra verkefna. Nauðsynlegt sé að fá upplýst á hvaða forsendum það sé gert.

„Slík ákvörðun mun þýða mikla og óásættanlega seinkun á nauðsynlegum samgöngubótum milli höfuðborgarsvæðisins og Vesturlands miðað við þær áætlanir sem kynntar hafa verið af yfirvöldum samgöngumála.

Óumdeilt er að vegurinn um Kjalarnes er hættulegur og hann ber ekki þá miklu umferð sem um hann fer,“ segir byggðarráðið. Ástand vegarins sé því veruleg hindrun í uppbyggingu atvinnulífs og samfélaga í nágrannabyggðum höfuðborgarsvæðisins á Vesturlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×