Íslenski boltinn

Albert Brynjar úr appelsínugulu í gult

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert er kominn í gult.
Albert er kominn í gult. mynd/fjölnir
Albert Brynjar Ingason er búinn að færa sig um set en hann hefur gengið í raðir Fylkis frá Fjölni.

Í síðustu viku var tilkynnt að Albert gæti hugsað sér að spila í Inkasso-deildinni og nú hefur verið tilkynnt um félagskiptin.

Albert hefur spilað 286 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 94 mörk. Á Íslandi hefur hann leikið með Fylki, Val og FH en hann varð Íslandsmeistari með FH 2012.

Fjölnir leikur í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð en Ásmundur Arnarson tók við stjórnartaumunum í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×