Körfubolti

Boban fylgdi með í kaupunum í stórum leikmannaskiptum Sixers og Clippers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Boban Marjanovic og Tobias Harris spiluðu saman hjá Detoit Pistons og Los Angeles Clippers og nú fara þeir saman til Philadelphia 76ers.
Boban Marjanovic og Tobias Harris spiluðu saman hjá Detoit Pistons og Los Angeles Clippers og nú fara þeir saman til Philadelphia 76ers. Getty/Jayne Kamin-Oncea
Tobias Harris er orðinn leikmaður Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta eftir stór leikmannaskipti Los Angeles Clippers og Philadelphia 76ers.

Tobias Harris ætti að styrkja lið Philadelphia 76ers í baráttunni um sigurinn í Austurdeildinni en hann spilar þar með mönnum eins og þeim Joel Embiid, Ben Simmons og Jimmy Butler.













Þessi leikmannaskipti kostuðu Philadelphia 76ers heilmikið því liðið sendi frá sér leikmennina Wilson Chandler og Mike Muscala auk þess að Clippers fékk frá þeim tvo valrétti í fyrstu umferð í nýliðavalinu 2020 og 2021.

Miðherjinn eldhressi Boban Marjanovic fylgdi með í kaupunum og fer til Sixers ásamt framherjanum Mike Scott. Serbinn Boban Marjanovic var að skora 6,7 stig og taka 4,2 fráköst á þeim 10,4 mínútum sem hann fékk í leik með Clippers.

Þessi tölfræði Boban Marjanovic hér fyrir neðan vakti mikla athygli fyrr í vetur en hann er þar betri tölur en allir í sögu NBA ef litið er á hlutfallsjöfnu um framlag leikmanna miðað við spilaðar mínútur.









Tobias Harris er aftur á móti að eiga sitt besta tímabil í NBA-deildinni en hann hefur skorað 20,7 stig í leik með Los Angeles Clippers í vetur og hitt úr 49 prósent skota sinna.  Hann er líka enn bara 26 ára gamall.





Elton Brand er á fyrsta ári sem framkvæmdastjóri Sixers og þetta eru hans önnur stóru skipti því fyrr í vetur fékk hann Jimmy Butler til liðsins frá Minnesota Timberwolves. Það fylgir hins vegar sögunni að samningarnir við Jimmy Butler og Tobias Harris renna út í sumar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×