Körfubolti

Körfuboltakvöld: Stólarnir eru ofboðslega flatir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sérfræðingarnir Teitur og Kristinn reyna að greina vanda Skagfirðinga.
Sérfræðingarnir Teitur og Kristinn reyna að greina vanda Skagfirðinga.
Slakt gengi Tindastóls eftir áramót í Dominos-deild karla var eðlilega til umræðu í Dominos körfuboltakvöldi í gær.

„Þeir eru flatir. Þeir eru alveg ofboðslega flatir,“ segir Kjartan Atli Kjartansson þáttarstjórnandi er strákarnir voru að greina vanda Stólanna.

Tindastóll fékk bakvörðinn Michael Ojo til liðs vð sig undir lok síðasta mánaðar og það vakti furðu manna.

„Þeir eru með nóg af bakvörðum fyrir. Ég skil ekki alveg þetta Ojo-dæmi en pælingin er líklega að nota hann ef einhver meiðist,“ segir Kristinn Friðriksson, einn af sérfræðingum þáttarins.

Strákunum fannst líka sérstakt hversu lengi Danero Thomas sat á bekknum hjá Stólunum undir lokin. Hann sat á bekknum í heilan leikluta og kom af honum síðustu 90 sekúndur leiksins.

„Þetta er erfitt því þeir eiga marga leikmenn sem vilja spila mikið og þetta er eitthvað sem þjálfarinn þarf að hafa á hreinu,“ segir Kristinn og Teitur Örlygsson bætti við.

„Þetta er hálfgert lotterí hjá honum, hverja hann ætlar að láta enda leikinn. Það er leiðinlegt að vera ekki með þetta jafnvægi. Á meðan þú svo tapar leikjum þá er erfitt að halda mönnum góðum.“



Klippa: Körfuboltakvöld um Tindastól

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×