Enski boltinn

Norður-Lundúnarliðin vilja þýskan miðvörð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ginter gæti verið á leið til Englands.
Ginter gæti verið á leið til Englands. vísir/getty
Tottenham og Arsenal eru bæði sögð áhugasöm um þýska miðvörðinn, Matthias Ginter, sem er á mála hjá Borussia Mönchengladback. Sky Sports greinir frá.

Ginter er 25 ára gamall miðvörður sem á 23 landsleiki fyrir Þýskaland en Tottenham hafði áhuga á honum er hann gekk í raðir Mönchengladbach frá Dortmund 2017.

Bæði norður-Lundúnarfélögin eru sögð vera að leita að miðvörðum fyrir næsta tímabil enda eru mörg spurningarmerki í herbúðum beggja liða hvað varðar varnarmenn.

Bæði Jan Vertonghen og Toby Alderweireld eiga eitt og hálft ár eftir af samningi sínum en sagan segir að Spurs hafi einnig verið á höttunum eftir miðverði Bournemouth, Nathan Ake.

Vörn Arsenal hefur verið eins og gatasigti á árinu. Liðið hefur fengið á sig 36 mörk og það er það mesta sem topp sex liðin hafa fengið á isg. Mikil meiðsli hafa einnig herjað á varnarlínuna og Unai Emery gæti hugsað sér gott til glóðarinnar að fá inn nýjan mann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×