Handbolti

HM-fararnir í stuði í sigri Kristianstad

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur var stigahæstur Íslendinganna í kvöld.
Ólafur var stigahæstur Íslendinganna í kvöld. vísir/getty
Íslendingaliðið Kristianstad byrjar af miklum krafti eftir HM-fríið í sænsku úrvalsdeildinni í handoblta en þeir unnu sigur á Eskilstuna í kvöld, 31-23.

Sænsku meistararnir í Kristianstad byrjuðu af miklum krafti og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14-10. Þeir stigu enn frekar á bensíngjöfina í síðari hálfleik og sigurinn öruggur.

Teitur Örn Einarsson var markahæsti maður vallarins í kvöld með sex mörk en Ólafur Andrés Guðmundsson bætti við fimm. Arnar Freyr Arnarsson gerði svo tvö.

Kristianstad er örugglega á toppi deildarinnar en þeir eru með 38 stig á toppi deildarinnar, sjö stigum á undan Skövde sem er í öðru sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×