Innlent

Lögreglan varar við grýlukertum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þessa samsettu mynd af grýlukertum í borginni birti lögreglan á Facebook í dag.
Þessa samsettu mynd af grýlukertum í borginni birti lögreglan á Facebook í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Segir í færslunni að grýlukertin sé nú víða að finna og ljóst sé að af þeim geti stafað nokkur hætta.

Því sé full ástæða til að hvetja vegfarendur til þess að sýna aðgát, ekki síst í miðborginni.

„Þetta á einnig við um snjóhengjur sem lafa fram af húsþökum. Á samsettu myndinni, sem athugull vegfarandi tók á Laugaveginum og í nágrenni hans um hádegisbil, má sjá nánar hvað við er átt.

Eigendur og umráðamenn húsa eru beðnir um að bregðast við en hinum sömu er jafnframt bent á ákvæði í lögreglusamþykkt en þar segir m.a.: Eiganda eða umráðamanni húss er skylt að fjarlægja af húsi sínu snjó og grýlukerti, sem fallið geta niður og valdið hættu fyrir vegfarendur,“ segir í færslu lögreglunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×