Innlent

„Ótrúlegur fjöldi“ í Bláfjöllum

Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa
"Þetta er ótrúlegur fjöldi,“ segir Einar sem hefur aldrei séð eins langa röð í nýju stólalyftuna Kónginn.
"Þetta er ótrúlegur fjöldi,“ segir Einar sem hefur aldrei séð eins langa röð í nýju stólalyftuna Kónginn. Vísir/Kolbeinn Tumi
Hátt í fjögur þúsund manns heimsóttu skíðasvæðið í Bláfjöllum í dag enda logn, sól og skíðafæri afar gott þessa fyrstu skíðahelgi ársins í Bláfjöllum.

Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, er hæstánægður með daginn og segist hafa beðið hans í einn og hálfan mánuð.

„Þetta er ótrúlegur fjöldi,“ segir Einar sem hefur aldrei séð eins langa röð í nýju stólalyftuna Kónginn. 

Einar segir að dagurinn hafi gengið afar vel og að enginn hafi slasað sig í brekkunum.

„Þetta er meiriháttar,“ segir Einar léttur í bragði.

Skíðasvæðið verður opið til klukkan 17.00 í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×