Íslenski boltinn

Arnþór Ari færir sig um set í Kópavogi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnþór Ari kominn í HK
Arnþór Ari kominn í HK HK-Facebook
Knattspyrnumaðurinn Arnþór Ari Atlason er genginn til liðs við HK en þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsliðinu.

Arnþór Ari gerir þriggja ára samning við HK en hann hefur leikið með hinu Kópavogsliðinu, Breiðabliki, undanfarin fjögur ár. Arnþór hefur einnig leikið fyrir Þrótt og Fram.

Arnþór spilaði 18 leiki fyrir Breiðablik í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð en skoraði ekkert mark. Hann hefur skorað 15 mörk í 102 leikjum í efstu deild á ferli sínum.

HK-ingar eru nýliðar í Pepsi-deildinni eftir að hafa komist upp úr Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×