Sport

Róbert Ísak tók tvö Íslandsmet af Ólympíumeistaranum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Ísak Jónsson er að byrja nýtt ár vel.
Róbert Ísak Jónsson er að byrja nýtt ár vel. Mynd/Fésbókarsíða Róberts
Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson úr Firði og SH stóð sig mjög vel á sundmóti Reykjavíkurleikanna um síðustu helgi og setti tvö ný og glæsileg Íslandsmet.

Bæði Íslandsmetin voru komin aðeins til ára sinna en annað var níu ára og hitt sex ára. Bæði voru þau áður í eigu Ólympíumeistarans Jóns Margeirs Sverrissonar.

Róbert sem keppir í flokki S14 (þroskahamlaðir) keppti í opnum flokki á mótinu þar sem ekki var keppt í sérstökum flokkum fatlaðra á RIG.

Róbert varð annar í 200 metra fjórsundi og landaði þar silfurverðlaunum en Íslandsmetin setti hann aftur á móti í 400 metra fjórsundi og 200 metra flugsundi. Í fjórsundinu kom hann í bakkann á tímanum 4:59.70 mín. og sló þar með Íslandsmet Jóns Margeirs Sverrissonar frá 2013 sem var 5:01.32 mín.

Í 200 metra flugsundi sló Róbert annað met Jóns sem staðið hafði frá árinu 2010 þegar hann kom í bakkann á 2:26.67 mín. en fyrra met Jóns var 2:42.58 mín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×