Erlent

Færist í aukana að stríðandi fylkingar virði rétt barna að vettugi

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna - áætlar að eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum búi við átök eða aðrar hörmungar og um 34 milljónir barna búi við alvarlegan skort á barnavernd og nauðsynlegri þjónustu. Þetta kemur fram í alþjóðlegri neyðaráætlun UNICEF fyrir árið 2019.

Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir aukna þörf fyrir neyðaraðstoð koma með vaxandi átökum í heiminum.

„Þetta er stærsta neyðaraðstoðin til þessa,“ segir hann. „3.9 milljarðar Bandaríkjadala.“

Bergsteinn segir stríðandi fylkingar í auknu mæli vanvirða réttindi barna.Mynd/Friðrik
Í ár gerir UNICEF ráð fyrir því að ná til rúmlega fjörutíu milljóna barna í 59 löndum. UNICEF væntir þess að geta veitt 10 milljón börnum formlega eða óformlega grunnmenntun, bólusetja 10,3 milljón börn gegn mislingum, tryggja 43 milljónum manns aðgengi að hreinu vatni, veita yfir 4 milljónum barna sálrænan stuðning og meðhöndla 4,2 milljónir barna gegn alvarlegri bráðavannæringu.

Tæplega 90 prósent fjarmagnsins sem kallað er eftir mun renna til aðstoðar við börn á átakasvæðum. Bergsteinn segir að átakasvæði í heiminum hafi ekki verið fleiri í þrjá áratugi.

„Það er sorgleg staðreynd að nú á 30 ára afmæli barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í ár hafa ekki verið átök í fleiri ríkjum í 30 ár. Þannig að átök setja heilmikinn svip á þessa neyðaráætlun.“

Bergsteinn segir UNICEF taka eftir því að fylkingar sem eiga í átökum virði alþjóðalög að vettugi í meira mæli en áður.

„Stríðandi fylkingar í þeim átökum sem ríkja í dag eru í sífellt auknu mæli að brjóta á réttindum bara. Mun minna mæli að fara eftir alþjóðalögum og í mjög auknum mæli að ráðast á hjálparstarfsfólk og hefta aðgengi hjálparsamtaka að fólki sem þarf á hjálp að halda.“


Tengdar fréttir

Íslenskur stuðningur við börn í flóttamannabyggðum Úganda

Tæplega 20 þúsund börn í norðurhluta Úganda koma til með að njóta framlags frá utanríkisráðuneytinu sem hefur ákveðið að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í verkefnum sem tengjast vatns-, salernis- og hreinlætismálum með tæplega 120 milljóna króna framlagi.

Söfnuðu 47,5 milljónum til hjálparstarfs í Jemen

Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen lauk í gær. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×