Lífið

Stórstjörnur söfnuðu peningum

Benedikt Bóas skrifar
Gráa liðið var með Jamie Foxx og Adam Sandler í sínum röðum og vann sannfærandi sigur. NordicPhotos/Getty
Gráa liðið var með Jamie Foxx og Adam Sandler í sínum röðum og vann sannfærandi sigur. NordicPhotos/Getty
Kalifornía er enn í sárum eftir skógareldana sem lögðu fjölda húsa í rúst og ákváðu hafnaboltaleikmenn úr MLB-deildinni sem koma frá ríkinu að safna frægum einstaklingum saman og spila íþróttina. Safna þannig peningum fyrir þá sem þurfa á þeim að halda.

Síðast þegar fréttist höfðu um 500 þúsund dollarar safnast, rúmar 60 milljónir króna. Leikurinn var ekki aðeins fyrir fórnarlömb skógareldanna heldur einnig fyrir þá sem þjást eftir nýlegar skotárásir. Þarna mættu Adam Sandler, Mira Sorvino, Jamie Foxx, Brad Paisley, Baker Mayfield, Reggie Miller og Patrick Schwarzenegger, svo fáeinir séu nefndir.

Charlie Sheen meiddist á öxl og var því þjálfari.

„Ég ólst upp hérna og sá hús vina minna brenna. Auðvitað skoraðist ég ekki undan,“ sagði Sheen við bandaríska fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×