Lífið

Miskunnarlaust grín gert að hamborgaraveislu Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti virðir fyrir sér veislumatinn.
Donald Trump Bandaríkjaforseti virðir fyrir sér veislumatinn. EPA/CHRIS KLEPONIS
Svo virðist sem að skyndibitaveislan mikla sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bauð til í fyrradag hafi ekki farið framhjá háðfuglunum sem starfa sem spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum.

Vegna skorts á starfsfólki til að framreiða mat í samkvæmum forsetaembættisins, sem rekja má til lokunar alríkisstofnina sem nú stendur yfir, ákvað forsetinn að bjóða upp á hamborgara og pítsur þegar ruðningsliði Clemson Tigers, sem sigraði nýlega bandarísku háskóladeildina, heimsótti Hvíta húsið.

Hundruð hamborgara frá McDonalds og öðrum skyndibitastöðum var á boðstólnum og gerðu spjallþáttastjórnendurnir Jimmy Kimmel, Stephen Colbert og James Corden sér mat úr veislunni.

Colbert vakti athygli á því að svo virðist sem að engir drykkur hafi verið á boðstólnum. Þá fór Jimmy Kimmel á stúfana og spurðu vegfarendur hvernig ætti að stafa orðið hamborgari á ensku en í tísti Trump um hamborgara veisluna stafaði hann orðið vitlaust.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×