Fótbolti

Samherjar hlupu á hvorn annan en víti dæmt | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svekktir Sýrlendingar í leikslok. Gjafavítið dugði ekki til.
Svekktir Sýrlendingar í leikslok. Gjafavítið dugði ekki til. vísir/getty
Ótrúlegt atvik átti sér stað í Asíubikarnum í gær þegar Ástralía og Sýrland mættust.

Sýrlendingar fengu þá gefins víti tíu mínútum fyrir leikslok. Tveir Sýrlendingar hlupu þá á hvorn annan í teignum. Ákaflega klaufalegt en samt ekki því dómarinn sá ástæðu til þess að dæma víti.

Sýrlendingar fögnuðu þessum ranga vítaspyrnudómi af krafti. Þeir skoruðu svo úr vítinu og jöfnuðu í 2-2 er tíu mínútur lifðu leiks.

Réttlætið sigraði þó að lokum því Tom Rogic skoraði sigurmark Ástrala í uppbótartíma.

Vítaspyrnudóminn galna má sjá hér að neðan.



Klippa: Ótrúleg vítaspyrna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×