Lífið

Morgunmartröð í hálkunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hálka stundum erfið viðureignar.
Hálka stundum erfið viðureignar.
Hálka er eitthvað sem við Íslendingar þekkjum vel og lenda margir oft í vandræðum með klakaþaktar götur og gangstéttir.

Hálka er einnig til annarstaðar en á Íslandi og er eitt vinsælasta myndbandið á Reddit af konu í miklum vandræðum.

Atvikið náðist á öryggismyndavélakerfi konunnar en það á sér stað einn morgun á dögunum.

Þegar hún gengur út um útidyrnar tekur á móti henni flughál steypan og rennur konan einfaldlega úr mynd og væntanlega niður götuna.

Það á mjög hlægilegan hátt sem skýrir vinsældir myndbandsins sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×