Lífið

Krútthundurinn Boo allur

Atli Ísleifsson skrifar
Boo var mikið krútt.
Boo var mikið krútt. Facebook
Hundasamfélagið syrgir nú samfélagsmiðlahundinn Boo eftir að greint var frá því að hann væri allur, tólf ára að aldri. Eigendur hundsins segja hann hafa dáið úr hjartasorg, en „besti vinur“ hans, Buddy, dó fyrir um hálfu ári, fjórtán ára að aldri.

Greint var frá tíðindunum á Facebook-síðu Boo, þar sem hundurinn var með alls sextán milljónir fylgjenda. Hann var af tegundinni Pomeranian.

Boo hafði margoft komið fram í sjónvarpi og var jafnan kallaður „sætasti hundur í heimi“. Þá hafði einnig verið gefin út bók um hundinn.

Boo og Buddy bjuggu saman í alls ellefu ár. Eigendur Boo, sem búa í Bandaríkjunum, segja hundinn hafa fallið frá í nótt og að sorgin væri mikil. Það væri þó nokkur huggun að vita að Boo finni ekki lengur fyrir óþægindum eða sársauka.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×