Enski boltinn

Faðir ungs drengs sakar Bellamy um einelti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bellamy þungt hugsi.
Bellamy þungt hugsi. vísir/getty
Craig Bellamy, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi stjóri U18 ára liðs Cardiff, hefur verið sakaður um einelti gegn fyrrum leikmanni liðsins.

Faðir leikmannsins segir í samtali við Sky Sports að hann hafi neyðst til að láta son sinn skipta um lið því hann hafi lagt son sinn í einelti.

Faðirinn heitir David Madden og spilaði meðal annars með Crystal Palace þar sem hann lék í úrslitaleik enska bikarsins en hann kvartaði til félagsins undan vinnubrögðum Bellamy.

Hann sagði að leikmenn frá Wales væru ofar en leikmenn frá Englandi en Alfie, sonur David, fæddist í London. Madden segir að hann hafi hitt forsvarsmenn félagsins sem og Bellamy en segir að Bellamy hafi ekki haft mikinn áhuga á fundinum.

„Ég held að það ætti að rannsaka þetta. Ég held að Bellamy sé ekki með rétta hugarfarið til þess að vera viðloðandi fótbolta hjá drengjum,“ sagði Madden.

Sonur Madden stundar nú nám í Bandaríkjunum á íþróttastyrk en Sky Sports hefur reynt að ná tali af forsvarsmönnum Cardiff án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×