Aron Einar ekki með þegar Cardiff féll úr leik fyrir C-deildarliði

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Neil Warnock, þjálfari Cardiff, gaf Aroni hvíld í dag
Neil Warnock, þjálfari Cardiff, gaf Aroni hvíld í dag vísir/getty
Íslensku landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason fengu ekki að spreyta sig í enska bikarnum í dag.

Aron Einar var hvíldur og fór ekki með Cardiff í heimsókn til C-deildarliðsins Gillingham. Á sama tíma sat Birkir allan tímann á bekknum hjá Aston Villa sem fékk Swansea í heimsókn. Þeir munu ekki taka þátt í þessari elstu og virtustu bikarkeppni heims þetta árið því Cardiff og Aston Villa töpuðu leikjum sínum.

Elliott List tryggði Gillingham 1-0 sigur á Cardiff með marki á 82.mínútu að viðstöddum um það bil 7000 áhorfendum en Gillingham er í 18.sæti ensku C-deildarinnar. Aston Villa hins vegar steinlág fyrir Swansea 0-3 en bæði lið leika í Championship deildinni.

Úrvalsdeildarlið Southampton lenti í vandræðum gegn lærisveinum Frank Lampard í Derby County og þurfa liðin að mætast aftur eftir 2-2 jafntefli á Pride Park, heimavelli Derby, í dag.

Úrslit dagsins í enska bikarnum

Accrington Stanley 1-0 Ipswich Town

Aston Villa 0-3 Swansea City

Bolton Wanderers 5-2 Walsall

Brentford 1-0 Oxford United

Chelsea 2-0 Nottingham Forest

Derby County 2-2 Southampton

Fleetwood Town 2-3 AFC Wimbledon 

Gillingham 1-0 Cardiff City

Middlesbrough 5-0 Peterborough United 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira