Arsenal ekki í vandræðum með Blackpool│Newcastle þarf að spila aftur við Blackburn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arsenal  vann öruggan sigur
Arsenal vann öruggan sigur vísir/getty
Arsenal átti ekki í neinum vandræðum með C-deildarlið Blackpool í enska bikarnum í dag en yfirburðir Arsenal voru töluverður og unnu þeir að lokum þriggja marka sigur.

Ungstirnið Joseph Willock kom Arsenal í 2-0 í fyrri hálfleik og Alex Iwobi gulltryggði svo sigurinn á 82.mínútu.

Á sama tíma var Newcastle United í vandræðum með B-deildarlið Blackburn Rovers. Bradley Dack kom gestunum í Blackburn yfir í upphafi síðari hálfleiks en Matt Ritche bjargaði Newcastle fyrir horn með marki úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Liðin munu því mætast aftur en þá á heimavelli Blackburn.

Crystal Palace marði sigur á Grimsby þar sem Jordan Ayew gerði eina mark leiksins á 86.mínútu en Palace lék manni fleiri frá 2.mínútu leiksins þar sem Andrew Fox fékk að líta rauða spjaldið í upphafi leiks.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira