City skoraði sjö | Fulham tapaði fyrir D-deildarliði

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Phil Foden skoraði eitt
Phil Foden skoraði eitt vísir/getty
Englandsmeistarar Manchester City léku sér að B-deildarliði Rotherham þegar liðin mættust í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Gæðamunurinn á liðunum gígantískur enda stillti Pep Guardiola upp sterku byrjunarliði.

Raheem Sterling opnaði markareikninginn snemma leiks og áður en fyrri hálfleikur var allur var staðan orðin 3-0 fyrir Man City.

Í síðari hálfleik hélt markasúpan áfram þar sem Gabriel Jesus, Riyad Mahrez, Nicolas Otamendi og Leroy Sane gerðu eitt mark hver. Lokatölur 7-0 fyrir Man City.

Á sama tíma féll Fulham úr keppni eftir niðurlægjandi tap á heimavelli fyrir Oldham og það þrátt fyrir að Denis Odoi hafi komið úrvalsdeildarliðinu yfir í upphafi síðari hálfleiks.

Oldham, sem leikur í D-deildinni, kom til baka með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungnum og vann 1-2 sigur.

Þá er Leeds úr leik eftir tap fyrir QPR, 2-1. Watford urðu ekki á nein mistök þegar þeir heimsóttu Woking og unnu 0-2 með mörkum Troy Deeney og Will Hughes.

Úrslit dagsins

Man City 7-0 Rotherham

Fulham 1-2 Oldham

QPR 2-1 Leeds 

Woking 0-1 Watford

Sheffield United 0-1 Barnet

Preston 1-3 Doncaster Rovers

Millwall 2-1 Hull City

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira