Enski boltinn

Barton hraunaði yfir dómarann: Fékk tveggja leikja bann og sekt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Barton er stjórinn hjá Fleetwood.
Barton er stjórinn hjá Fleetwood. vísir/getty
Joey Barton, knattspyrnustjóri Fleetwood Town, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann og var sektaður um tvö þúsund pund eftir ummæli um dómara.

Barton var sendur af velli í 2-1 tapi Fleetwood gegn Bristol Rovers í ensku C-deildinni en leikurinn fór fram 22. desember. Dómgæslan fór í taugarnar á Barton.

Hinn skrautlegi Barton lét dómara leiksins, Brett Huxtable, heyra það og sagði í viðtali eftir leikinn að hann vonaðist til að hann myndi aldrei aftur dæma hjá Fleetwood.

Hann sagði að á köflum í leiknum hafi það litið út fyrir að Fleetwood væri að spila á móti fleiri en ellefu leikmönnum Bristol.

Sigurmark Bristol í umræddum leik kom í uppbótartíma en átta leikmenn Fleetwood komust í svörtu bók dómarans í leiknum. Framherjinn Ched Evans var svo sendur í sturtu.

Fleetwood er í ellefta sæti C-deildarinnar með 34 stig. Grétar Rafn Steinsson var yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu áður en hætti störfum í síðasta mánuði er hann varð njósnari hjá Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×