Enski boltinn

Real að stela nítján ára miðjumanni af City: Guardiola vildi framlengja við hann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Diaz er að fara til Real Madrid.
Diaz er að fara til Real Madrid. vísir/getty
Hinn ungi og efnilegi Brahim Diaz er að yfirgefa herbúðir Manchester City og ganga í raðir Real Madrid, herma heimildir Sky Sports.

Þessi nítján ára gamli miðjumaður er sagður ganga í raðir Real á næsta sólahringnum eftir að hafa hafnað samningstilboði frá Manchester City.

Diaz gekk í raðir Englandsmeistaranna árið 2015 fyrir lítil tvö hundruð þúsund pund en hann hefur ekki náð að brjóta sér almennilega leið inn í aðalliðið undir stjórn Pep Guardiola.

Guardiola sagði þó í síðasta mánuði að City myndi gera allt til þess að halda Diaz hjá félaginu en aðilarnir hafa ekki náð að komast að samkomulagi.

Núverandi samningur Diaz við félagið rennur út í sumar og vill City því selja Diaz í janúar til þess að fá smá pening fyrir hann í staðinn fyrir að hann fari frítt næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×