Enski boltinn

Solskjær segir ólíklegt að United bæti við leikmönnum í janúar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær á blaðamannafundi í gær.
Solskjær á blaðamannafundi í gær. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, býst ekki við að United fari á leikmannamarkaðinn í janúar og sæki sér leikmenn.

Solskjær sagði er hann kom til félagsins að hann myndi funda með Ed Woodward, framkvæmdarstjóra Man. Utd, og ræða janúargluggann en hann segir þó að hann búist ekki við að neinn komi.

„Ég býst ekki við að einhver komi. Auðvitað ef félagið hefur fundið einhverja og ég trúi að þeir henti vel þá segi ég já en þetta er ekki mín ákvörðun. Ég er ánægður með liðið eins og það er.“

United hefur farið frábærlega af stað undir stjórn Norðmannsins en hann segir það sjálfur að það séu leikir framundan sem verði erfiðari en þeir sem búnir eru síðustu vikur.

„Þegar þú vinnur fótboltaleiki ertu ánægður. Þetta verða erfiðari leikir á næstunni og við vitum það. Við sáum það gegn Newcastle að við náðum ekki að skora snemma og beita skyndisóknum.“

„Við verðum að leggja mikið á okkur og við urðum að verjast. Í hálfleik hugsaru að við munum læra hvernig leikmennirnir bregðast við því allir ætlast til að við vinnum en stundum fer þetta ekki eins og ætlast er. Frammistaðan í síðari hálfleik var frábær.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×