Íslenski boltinn

Dagur Dan og McAusland farnir frá Keflavík

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dagur Dan lánaður til Noregs
Dagur Dan lánaður til Noregs mynd/twitter/total football
Tveir öflugir leikmenn hafa yfirgefið Inkasso-deildarlið Keflavíkur að því er fram kemur í tilkynningu frá knattspyrnudeild félagsins í dag. 

Miðjumaðurinn Dagur Dan Þórhallsson hefur verið lánaður frá Keflavík til norska úrvalsdeildarliðsins Mjondalen. Mun norska liðið eiga möguleika á að kaupa hann í kjölfarið og því ólíklegt að Dagur Dan verði með Keflavík næsta sumar. 

Þá er skoski varnamaðurinn Marc McAusland laus allra mála hjá Keflavík en í tilkynningu félagsins segir að samkomulag hafi náðst um að hann mætti semja við annað lið í Pepsi-deildinni þrátt fyrir að eiga ár eftir af þriggja ára samningi sínum við Keflavík.

Má því ætla að McAusland verði kynntur til leiks hjá Pepsi-deildarliði innan skamms en hann hefur verið orðaður við Grindavík og fleiri félög undanfarnar vikur.

McAusland og Dagur Dan voru í stóru hlutverki hjá Keflavík á síðustu leiktíð þegar liðið kolféll úr Pepsi-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×