Enski boltinn

Fabregas heldur til Monaco í dag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fabregas fékk heiðursskiptingu í gær
Fabregas fékk heiðursskiptingu í gær vísir/getty
Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas er á förum frá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea og samkvæmt heimildum Sky mun hann halda til Monaco í dag til að hefja viðræður við franska úrvalsdeildarliðið.

Það fór ekki framhjá neinum sem fylgdist með leik Chelsea og Nottingham Forest í enska bikarnum í gær að Fabregas væri að kveðja en hann var með fyrirliðabandið í leiknum og fékk svo heiðursskiptinu skömmu fyrir leikslok.

Fabregas hefur verið hjá Chelsea frá árinu 2014 og hefur tvívegis orðið enskur meistari með Lundúnarliðinu auk þess að vinna enska bikarinn einu sinni.

Nái Fabregas og Monaco saman um kaup og kjör mun Fabregas leika undir stjórn fyrrum liðsfélaga síns hjá Arsenal, Thierry Henry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×