Enski boltinn

Dele Alli: Öll lið í heiminum myndu sakna Son

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Son og Sissoko fagna marki Son.
Son og Sissoko fagna marki Son. Vísir/Getty
Son Heung-Min hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar að undanförnu en hann er á leið til móts við landslið Suður-Kóreu og mun missa af mikilvægum leikjum Tottenham.

Hann mun þó taka þátt í stórleiknum gegn Man Utd um næstu helgi þó Suður-Kórea hefji leik á Asíumótinu á morgun. Son mun koma til móts við landsliðið eftir leikinn gegn Man Utd. Takist Suður-Kóreu að komast alla leið á mótinu mun Son ekki snúa til baka fyrr en í febrúarbyrjun.

Dele Alli, liðsfélagi Son hjá Tottenham, gerir sér grein fyrir mikilvægi Son en er sannfærður um að aðrir leikmenn liðsins muni stíga upp til að fylla skarð Son.

„Öll lið í heiminum myndu sakna Sonny því hann er frábær leikmaður. Engu að síður höfum við leikmenn sem hafa lagt hart að sér og eru tilbúnir að koma inn.“

„Hann er augljóslega í frábæru formi og það er leiðinlegt að hann sé á leið í landsliðsverkefni en við þurfum bara að halda áfram á meðan hann er í burtu. Lucas er stórkostlegur leikmaður eða hver sem er sem stjórinn ákveður að nota,“ segir Alli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×