Enski boltinn

Solskjær með þriggja manna óskalista?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær Getty/Matthew Peters/Man Utd
Stuðningsmenn Manchester United bíða spenntir eftir því að sjá hvað félagið muni gera varðandi kaup á leikmönnum í janúarglugganum en Ole Gunnar Solskjær var ráðinn til bráðabirgða sem stjóri Man Utd þegar Jose Mourinho var rekinn í síðasta mánuði.

Óvíst er hversu mikið Solskjær hefur að segja um val á leikmönnum en hann hefur sjálfur sagt að hann hafi skilning á stöðunni.

Engu að síður er talið að Ed Woodward muni hafa Solskjær með í ráðum en samkvæmt The Independent er Norðmaðurinn með þekktar stærðir á sínum óskalista; allt leikmenn sem hafa verið orðaðir við Man Utd undanfarna mánuði.

Toby Alderweireld er efstur á óskalista Solskjær en ólíklegt er að Tottenham sé tilbúið að leyfa honum að fara í janúar. Hinir tveir eru Slóvakinn Milan Skriniar, varnarmaður Inter og Serbinn Sergej Milinkovic-Savic, miðjumaður Lazio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×