Körfubolti

Þóra Kristín frábær er Haukar fóru upp að hlið Skallagríms

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þóra í leik með Haukum.
Þóra í leik með Haukum. vísir/getty
Haukar unnu mikilvægan sigur á Skallagrím, 72-69, í spennuleik í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag. Sigurinn var mikilvægur fyrir Hauka í neðri hlutanum.

Haukarnir byrjuðu af miklum krafti og voru 28-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann en í hálfleik munaði einungis fimm stigum á liðunum, 40-35, Haukum í vil.

Aftur komu Haukarnir út af miklu krafti í síðari hálfleikinn og það bjuggust ekki margir við spennandi fjórða leikhluta er í uppafi hans voru Haukarnir fjórtán stigum yfir, 64-50.

Skallarnir bitu þá frá sér. Þær náðu að minnka muninn hægt og rólega en þær minnkuðu muninn mest niður í þrjú stig, 72-69. Nær komust þeir ekki og mikilvægur sigur Hauka.

Haukar jafnar Skallagrím að stigum en bæði lið eru með átta stig. Skallagrímur er þó enn í sjötta sætinu á innbyrðisviðureignum en Haukarnir færa sig fjær Blikunum sem eru á botninum með tvö stig.

Klaziena Guijt var stigahæst hjá Haukum með sextán stig en Þóra Kristín Jónsdóttir átti frábæran leik. Hún gerði þrettán stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Glæsileg þreföld tvenna hjá landsliðskonunni.

Shequila Joseph skoraði 26 stig og tók þrettán fráköst fyrir Skallagrím en Brianna Banks kom næst með sautján stig. Hún tók fjögur fráköst og gaf sjö stoðsendingar en Sigrún Sjöfn Ámundadóttir gerði ellefu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×