Enski boltinn

Snæfríður Sól og Anton Sveinn sundfólk ársins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Anton Sveinn og Snæfríður Sól
Anton Sveinn og Snæfríður Sól mynd/samsett/ssí
Sundsamband Íslands tilkynnti í dag að Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee eru sundfólk ársins.

Snæfríður býr og æfir í Danmörku og hefur búið þar síðustu tíu ár, en hún er 18 ára gömul og byrjaði að æfa sundi í Hveragerði.

Hún keppti á Ólympíuleikum ungmenna í Argentínu í október og varð 11. í 200 metra skriðsundi. Hún náði lágmarki inn á HM í 25 metra laug sem fór fram nú í desember en sleppti því að fara á mótið og valdi að einbeita sér að dönsku liðameistarakeppninni í staðinn

Þar bætti hún eigið Íslandsmet í 200 metra skriðsundi, fyrr á árinu tvíbætti Snæfríður Íslandsmetið í sömu grein.

Anton Sveinn er búsettur í Boston en kemur frá Sundfélagi Hafnarfjarðar. Hann lauk árinu á því að bæta Íslandsmet fjórum sinnum á HM í 25 metra laug, tvisvar í 50 metra bringusundi og líka í bæði 100 og 200 metra bringusundi.

Anton er í 21. sæti á heimslistanum í 200 metra bringusundi í 25 metra laug og 24. sæti í 50 metra laug.

„Anton Sveinn er frábær fyrirmynd fyrir annað sundfólk og hefur náð gífurlega góðum árangri í því að blanda saman fullri vinnu og æfingum. Hann hefur metnað fyrir því sem hann tekur sér fyrir hendur og uppsker eftir því. Hann er opinn og kursteis í samskiptum og því vel að titlinum kominn,“ segir í umsögn sundsambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×