Lífið

Sex barna móðir og skurðlæknir flytur inn íslensk bjúgu til Svíþjóðar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elísabet og Bergur búa saman í Svíþjóð.
Elísabet og Bergur búa saman í Svíþjóð.
Elísabet Björgvinsdóttir og Bergur Tómasson kynntust þegar þau voru bæði einstæðir foreldrar með sitt barnið hvort.

Eftir tveggja ára samband eignuðust þau fyrsta barnið saman og eftir það bættust þau við eitt af öðru. Fjórða barnið fæddist, þá það fimmta og loks það sjötta.

Meðfram barneignum kláraði Elísabet nám í læknisfræði og eftir það sérnám í bæklunarskurðlækningum í Svíþjóð. Í dag er hún því starfandi sérfræðilæknir í Svíþjóð með sex börn.

Sigrún Ósk hitti Elísabetu í Svíþjóð í síðasta þætti af Margra barna mæðrum og má sjá brot úr þættinum hér að neðan.

Þar má sjá bæklunarskurðlæknirinn sjóða bjúgu í potti fyrir fjölskylduna en hún flytur bjúgu inn til landsins frá Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×