Lífið

102 ára í fallhlífarstökk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það leika þetta ekki margir eftir.
Það leika þetta ekki margir eftir.
Ástralinn Irene O'Shea sló á dögunum heimsmet þegar hún fór í fallhlífarstökk 102 ára og 194 daga gömul. Kenneth Meyer átti heimsmetið en hann var 102 ára og 172 daga gamall.

O'Shea stökk á sunnudaginn úr það úr 14.000 feta hæð. Þetta var í þriðja sinn sem hún fer í fallhlífarstökk en allt var þetta gert fyrir gott málefni en þessi fullfríska kona safnar fyrir samtökum sem styðja við bakið á fólki sem fær Lou Gehrig-sjúkdóminn.

Lou Gehrig-sjúkdómurinn eða ALS (e. Amylotrophic Lateral Sclerosis) er taugahrörnunarsjúkdómur og er algengasta form hreyfitaugahrörnunar (MND). Fyrir tíu árum lést dóttir Irene O'Shea úr sjúkdóminum.

Hér að neðan má sjá hvernig gekk í stökkinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×