Lífið

Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Matt Damon brá sér í hlutverk Brett Kavanaugh um helgina.
Matt Damon brá sér í hlutverk Brett Kavanaugh um helgina. Mynd/Skjáskot
Svo virðist sem að síðasti þáttur bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live hafi farið í taugarnar á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Upphafsatriði þáttar helgarinnar gerði miskunnarlaust grín að forsetanum sem í kjölfarið greip til varna á Twitter. Þar velti hann því fyrir sér hvort að umfjöllun þáttarins, sem og NBC, stæðist lög og hvort ekki væri rétt að að láta á það reyna fyrir dómstólum.

Í atriðinu, sem er átta mínútna langt og má sjá hér fyrir neðan, snýr Alec Baldwin enn og aftur í hlutverki Trump. Fær hann að sjá hvernig heimurinn myndi líta út hefði Trump aldrei verið kjörinn forseti. Robert de Niro, Ben Stiller og Matt Damon túlka Robert Mueller, Michael Cohen og Brett Kavanaugh í atriðinu.

Hefur líf þeirra, og annarra samstarfsmanna Trump, batnað til muna í heiminum sem Trump varð aldrei kjörinn forseti, líkt og sjá má í atriðinu hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Robert de Niro mætti í SNL til að hrella syni Trump

Leikarar í bandaríska grínþættinum Saturday Night Live hafa gert óspart grín að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á undanförnum árum. Í þætti helgarinnar var spjótunum beint að sonum hans tveimur, Eric Trump og Donald Trump jr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×