Innlent

Fór ránshendi um Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lögreglumenn í flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum höfðu um helgina hendur í hári erlends karlmanns sem hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnlandi, Írlandi og Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Lögreglumenn í flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum höfðu um helgina hendur í hári erlends karlmanns sem hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnlandi, Írlandi og Flugstöð Leifs Eiríkssonar. vísir/ernir
Lögreglumenn í flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum höfðu um helgina hendur í hári erlends karlmanns sem hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnlandi, Írlandi og Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Tilkynning um meintan stuld barst lögreglu um helgina. Karlmaðurinn hafði stolið dýrri úlpu í einni af verslunum Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Fjöldi þjófnaðarmála hafa komið upp á árinu en lögreglu grunar stuldurinn tengist jafnvel skipulagðri glæpastarfsemi.

Lögregla hafði spurnir af hinum grunaða en hann hafði keypt sér farmiða í rútuna og var á leið til höfuðborgarinnar. Skömmu síðar stöðvaði lögregla umrædda rútu á Reykjanesbraut en í rútunni sat hinn grunaði með úlpuna sem tilkynnt var um en verðmiðinn var enn á flíkinni.

Auk úlpunnar var í farangri karlmannsins að finna annars konar þýfi úr Leifsstöð en verðmæti varningsins nemur um 240 þúsund íslenskra króna.

Maðurinn var handtekinn en hann hefur áður verið handtekinn í Þýskalandi, Finnlandi og Írlandi fyrir stuld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×