Enski boltinn

Færeyjar komnar á blað

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ágúst þjálfar Val í Olísdeild kvenna ásamt því að stýra færeyska landsliðinu
Ágúst þjálfar Val í Olísdeild kvenna ásamt því að stýra færeyska landsliðinu vísir/daníel
Færeyska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Ágústs Þórs Jóhannssonar, vann fjögurra marka sigur á Litháum í forkeppni HM 2019.

Jojic Christophersen lét mest fyrir sér fara í liði Færeyja, hún var markahæst með sex mörk og lét reka sig út af tvisvar í 21-25 sigrinum í Sviss í dag.

Færeyska liðið leiddi 11-15 í hálfleik.

Færeyingar eru nú komnir á blað í riðlinum eftir tap gegn Finnum í gær. Finnar mæta Sviss seinna í dag. Efsta lið riðilsins kemst í umspil um sæti á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×