Enski boltinn

Sjáðu stemninguna í Kop-stúkunni þegar Liverpool skoraði sigurmarkið í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool og Divock Origi.
Stuðningsmenn Liverpool og Divock Origi. Vísir/Samsett/Getty
Liverpool vann mjög dramatískan 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Everton á Anfield í gær en eina mark leiksins kom ekki fyrr en á sjöttu mínútu í uppbótartíma.

Margir stuðningsmenn Liverpool voru orðnir mjög pirraðir eftir 96 árangurslausar mínútur í leik þar sem ekkert nema þrjú stig dugði ætlaði liðið að hanga í toppliði Manchester City.

Það mátti vel greina þennan pirring í The Kop stúkunni á lokaandatökum leiksins en stuðningsmaður Liverpool hefur nú gert opinbert magnað myndband sem var tekið ofarlega í Kop-stúkunni á síðustu sekúndum leiksins.

Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir neðan. Þar fer ekkert á milli mála að það var svakaleg stemning í Kop-stúkunni þegar Divock Origi skoraði sigurmarkið.





Það er óhætt að segja að allir stuðningsmenn Liverpool hefðu viljað vera í Kop-stúkunni á þessum tímapunkti en geta nú upplifað þessa stund í gegn þessa magnaða myndband.

Mikilvægi marksins er líka óumdeilanlegt en þetta var fyrsti leikur Divock Origi í ensku úrvalsdeildinni síðan í ágúst 2017. Það eykur á dramatíkina að hann hafði áður klikkað í dauðafæri og að hann fékk þetta mark á silfurfati frá Jordan Pickford, markverði Everton.

Í stað þess að vera fjórum stigum á eftir Manchester City munar nú aðeins tveimur stigum á eftstu tveimur liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er með 36 stig og 22 mörk í plús en City-liðið er með 38 stig og 37 mörk í plús.

Liverpool er síðan fimm stigum á undan Chelsea sem er í þriðja sætinu einu stigi á undan nágrönnum sínum í Arsenal. Tottenham er með jafnmörg stig og Arsenal en lakari markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×