Enski boltinn

Ákall um að Mourinho yrði rekinn birtist á heimasíðu United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Margir stuðningsmenn United vilja sjá Mourinho taka pokann sinn
Margir stuðningsmenn United vilja sjá Mourinho taka pokann sinn vísir/getty
Ákall um að Jose Mourinho yrði rekinn frá Manchester United mátti finna á heimasíðu félagsins um helgina.

United heldur úti svokölluðu leikdags-bloggi þar sem fylgst er með gangi mála í leikjum félagsins. Þar eru oft á tíðum sett inn tíst og önnur ummæli stuðningsmanna.

Á meðan leik United og Southampton stóð um helgina setti sá sem sá um bloggið inn tíst frá stuðningsmanni sem fór jákvæðum orðum um Marcus Rashford. Tístarinn kallaði sig hins vegar „Mourinho má drulla sér burt úr félaginu mínu.“

Tístið var sett inn til þess að fagna orðum stuðningsmannsins um Rashford, að hann fái ekki þá viðurkenningu sem hann á skilið fyrir hans vinnuframlag, en það þótti vandræðalegt fyrir félagið að með því fylgdu þessi neikvæðu skilaboð í garð stjórans í gegnum nafn tístarans.

Talsmaður United sagði við The Times í gærkvöld að félagið standi í þeirri trú að nafninu hafi verið breytt eftir að tístið var sett inn í bloggið, tístarinn hafi breytt því eftir úrslit leiksins til þess að láta gremju sína í ljós.

United lenti 2-0 undir snemma leiks en náði að jafna á sex mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×