Enski boltinn

Mark Hughes rekinn þrátt fyrir jafnteflið á móti Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Hughes.
Mark Hughes. Vísir/Getty
Southampton ákvað að reka knattspyrnustjóra sinn Mark Hughes en hafði setið í stjórastólnum í átta mánuði.

Síðasti leikur Mark Hughes var á móti Manchester United um helgina en leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.





Southampton situr í átjánda sæti deildarinnar en liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu fjórtán leikjum sínum.

Southampton komst í 2-0 í upphafi leiks á móti Manchester United en lærisveinar Jose Mourinho náðu að jafna fyrir hálfleik.

Síðasti sigurleikur Southampton í deildinni undir stjórn Mark Hughes í vetur kom á móti Crystal Palace 1.september síðastliðinni. Síðan þá hafði liðið leikið tíu leiki í röð án sigurs.





Southampton staðfesti fréttirnar og segir að leit að nýjum knattspyrnastjóra sé hafin.

Kelvin Davis mun taka við liðinu tímabundið og fyrsti leikurinn er strax á miðvikudaginn á móti Tottenham.

Mark Hughes er annar knattspyrnustjórinn sem þarf að taka pokann sinn eftir að keppni hófst í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hinn var Slavisa Jokanovic, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×