Fótbolti

Heimir í viðræðum við lið í Katar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Vísir/Vilhelm
Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, Heimir Hallgrímsson, gæti verið við það að taka við starfi knattspyrnustjóra hjá félagsliði í Katar.

Þetta hefur Fótbolti.net upp úr fjölmiðlum í Katar. Þá hefur Fótbolti.net upp úr eigin heimildum að Heimir hafi yfirgefið Ísland í vikunni til þess að fara í viðræður við erlent félag.

Samkvæmt fréttum miðla í Katar er liðið sem Heimir er að taka við Al Arabi.

Heimir hefur verið án starfs í fótboltaheiminum frá því í sumar þegar hann hætti sem landsliðsþjálfari Íslands. Síðasta verkefni Heimis var að stýra íslenska liðinu á HM í Rússlandi.

Al Arabi er í sjöunda sæti af tólf liðum í úrvalsdeildinni í Katar. Liðið spilar í höfuðborginni Doha og hefur sjö sinnum orðið meistari í heimalandinu, en þó ekki síðan árið 1997.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×