Íslenski boltinn

Grasið nánast farið af Kópavogsvelli | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Margir sjá eftir grasinu góða en þarna mun koma hágæðagervigras á næstu misserum.
Margir sjá eftir grasinu góða en þarna mun koma hágæðagervigras á næstu misserum. vísir/vilhelm
Einn besti grasvöllur landsins, Kópavogsvöllur, er nánast horfinn en framkvæmdir standa nú yfir á vellinum.

Ákveðið var síðasta sumar að setja gervigras á völlinn mörgum til armæðu. Völlurinn hefur verið með glæsilegri völlum landsins lengi en nú eru breyttir tímar.

Þetta eru sérstaklega erfiðir tímar hjá vallarstjóranum Magnúsi Vali Böðvarssyni sem hefur hugsað um grasið síðustu ár eins og barnið sitt.





Ráðist var í framkvæmdirnar á vellinum um leið og síðasta tímabili lauk og þær virðast ganga ágætlega.

Eins og sést á þessum frábæru myndum Vilhelms Gunnarssonar þá stendur eftir varla einn þriðji af grasinu. Bráðum verður það allt farið.

vísir/vilhelm
vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×