Handbolti

Seinni bylgjan: Garðbæingar nenna ekki á völlinn í vondu veðri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jóhann Gunnar og Gunnar Berg.
Jóhann Gunnar og Gunnar Berg.
Þrjú skemmtileg mál voru til umræðu í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport.

Þar ræddu strákarnir um hvort það ætti að vera stjörnuleikur í íslenska handboltanum, hvað Grótta fær af stigm á næstunni og svo slaka mætingu á leiki Stjörnunnar í Mýrinni.

Pælingarnar um stjörnuleikinn voru skemmtilegar og þeir hafa líka litla trú á stigasöfnun Gróttumanna á næstunni. Gunnar Berg Viktorsson hefur svo trú á því að Stjörnumenn fari að mæta á völlinn.

„Þeir mæta alltaf þegar það er árangur og nú er liðið að ná árangri. Það var vont veður á laugardaginn og þá förum við Garðbæingar ekkert út úr húsi,“ sagði Gunnar Berg.



Klippa: Seinni bylgjan: Lokaskotið

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×