Lífið

Arnar Bragi slær í gegn í sænska Idolinu og þetta er ástæðan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aðeins fimm keppendur standa eftir og er Arnar Bragi einn af þeim.
Aðeins fimm keppendur standa eftir og er Arnar Bragi einn af þeim.
Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson er sannarlega að slá í gegn í sænsku útgáfunni af skemmtiþáttunum Idol.

Arnar lék með ÍBV og Fylki hér á landi og síðast var hann með Fylki árið 2016 en Arnar leikur í dag með C-deildar liðinu Utsiktens BK.

Svíinn kallar Arnar einfaldlega Braga Bergsson og er hann einn af fimm keppendum sem eftir eru í þáttunum.

Hann mun koma fram í þættinum í kvöld og flytja þá tvö lög. Til að byrja með hófu fimmtán þúsund manns leik í þáttunum og er Arnar Bragi einn af fimm bestu.

Hér að neðan má sjá Arnar Braga sýna hversu magnaður söngvari hann er og ástæðuna af hverju hann er kominn svona langt.

Sænska sendiráðið greinir frá því á Facebook að hægt verði að horfa á þáttinn í kvöld á vefsíðu TV4 hér á landi en hingað til hefur verið lokað fyrir það.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×