Handbolti

Seinni bylgjan: Annar sér bara um vítin en hinn um allt hitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grétar Ari Guðjónsson.
Grétar Ari Guðjónsson. Vísir/Vilhelm
Eyjamenn voru aðeins með 45 prósent skotnýtinu í sex marka tapi á móti Haukum á Ásvöllum í Olís deild karla í handbolta í gærkvöldi. Það var kannski helst einum manni að þakka eða um að kenna.

Haukamarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson varði 22 skot í leiknum eða 49 prósent skotanna sem á hann komu. „Þessi frammistaða er til fyrirmyndar,“ sagði Sebastian Alexandersson.

Það bætti síðan gráu ofan á svart að varamarkvörðurinn hans, Andri Scheving, kom inná og varði þrjú víti frá Eyjamönnum.

Sérhæfing Haukamarkvarðanna er að ganga upp. Grétar Ari Guðjónsson reyndi ekki einu sinni að verja víti því Andri Scheving sá bara um þann hluta í þessum leik í gær.

Markverðir Hauka vörður því saman 25 skot eða 18 skotum meira en markmenn ÍBV gerðu á sama tíma. 49 prósent markvarsla á móti 18 prósent markvörslu. Það er því kannski ekkert skrýtið að Haukarnir hafi unnið sannfærandi og öruggan sigur.

Tómas Þór Þórðarson og félagar hans í Seinni bylgjunni skoðuðu betur frammistöðu Grétars og Andra í leiknum. Það má sjá það innslag hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Markverðir Hauka



Fleiri fréttir

Sjá meira


×