Lífið

Óborganleg dæmi um misheppnaðar panoramamyndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlegt að þessi mynd hafi komið svona út.
Ótrúlegt að þessi mynd hafi komið svona út.
Með nútímatækni er hægt að taka svokallaðar panoramamyndir á fjölmörgum símum. Þessi tækni gerir notendum kleift að taka mjög víðar myndir sem sýna dreift svæði.

Það kannast eflaust margir við að þetta getur reynst nokkuð erfitt, og er útkoman oft á tíðum nokkuð spaugileg og sérstaklega þegar myndirnar misheppnast.

Á vefsíðunni Viral Thread er búið að taka saman 19 dæmi um stórbrotin dæmi þegar svona myndir fara forgörðum.

Hér að neðan má sjá nokkur af þeim dæmum.

Hundur með tvö höfuð.
Nokkuð óeðlilega langur handleggur.
Þarna er ekki um að ræða risaöldu.
Líkami konunnar fer þarna illa út úr þessari myndatöku.
Sérstakt andlit.
Þessa mynd er einfaldlega erfitt að skilja.
Úbbs.
Þessi mynd er stórkostleg.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×