Íslenski boltinn

Theódór Elmar spilaði með KR í sigri á Stjörnunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elmar í Kórnum í gær.
Elmar í Kórnum í gær. mynd/twitter-síða kr
Theódór Elmar Bjarnason var í byrjunarliði KR í gær sem vann 4-2 sigur á Stjörnunni í Bose-bikarnum er liðin mættust í Kórnum. Hann spilaði í 75 mínútur.

Elmar, eins og hann er oftast kallaður, er nú án félags eftir að hafa fengið sig lausan frá tyrkneska B-deildarliðinu Elazığspor en Elmar hafði ekki fengið greidd laun í marga mánuði.

Hann er uppalinn KR-ingur og hefur hann sagt að ef hann muni spila á Íslandi þá verði það með sínu uppeldisfélagi en einnig er hann opinn fyrir því að spila erlendis.

Hann var að minnsta kosti í byrjunarliði KR í gær sem vann 3-1 sigur á Stjörnunni í Bose-bikarnum en með sigrinum er KR komið í úrslitaleik mótsins.

Björgvin Stefánsson kom KR yfir á þriðju mínútu leiksins en Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik og 1-1 í hálfleik.

Pálmi Rafn Pálmason kom KR yfir í upphafi síðari hálfleiks og hann var aftur á ferðinni skömmu síðar með annað mark sitt og þriðja mark KR.

Stjarnan minnkaði muninn á 67. mínútu en tíu mínútum fyrir leikslok kom Óskar Örn Hauksson KR í 4-2 með þrumufleyg sem urðu lokatölur leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×