Lífið

Stjörnurnar fögnuðu með Aroni Einari

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einar Lövdahl Gunnlaugsson skrásetti bókina og Aron Einar.
Einar Lövdahl Gunnlaugsson skrásetti bókina og Aron Einar. Myndir/ Egill Árni
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fékk tveggja daga frí frá verkefnum sínum með enska úrvalsdeildarliðinu Cardiff til að koma til landsins og fylgja eftir útgáfu bókarinnar Aron - sagan mín, sem kom út í síðustu viku.

Bókin hefur vakið mikla athygli og er ein af söluhæstu bókum landsins á nýjum lista Pennans Eymundssonar.

Útgáfuhófið fór fram í Kornhlöðunni og var vel mætt eins og sést á meðfylgjandi myndum hér að neðan.

Aron Einar verður gestur Einkalífsins á Vísi á morgun og birtist þátturinn klukkan 11:30.

Hjörvar Hafliðason, Viktoría Hermannsdóttir, Sóli Hólm og Kjartan Atli Kjartansson.
Þorkell Máni og Emmsjé Gauti höfðu margt að ræða.
Snorri Björnsson og Björn Bragi, útgáfustjóri bókarinna, voru í miklu stuði.
Aron Einar og Egill Einarsson ræddu um bókabransann.
Aron Einar ásamt föður sínum Gunnari Malmquist.
Guðbjörg Eva, Sigrún Ebba og Emilía Tinna mættu með góða skapið.
Bryndís Hera og Ásgeir Kolbeins létu að sjálfsögðu sjá sig.
Landsliðsfyrirliðinn hélt ræðu og táraðist þegar hann þakkaði fjölskyldu og vinum fyrir stuðninginn í gegnum árin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×