Lífið

Eignaðist barn inni á Mandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg frásögn frá hjónunum.
Skemmtileg frásögn frá hjónunum.
„Ég var komin níu mánuði á leið að vinna á Mandi þegar ég fann að barnið var að koma. Ég hinsvegar komst ekki út fyrir dyrnar og átti barnið inni á staðnum og eiginmaður minn tók á móti því,“ segir Iwona Sochacka annar eigandi kebabstaðarins Mandi í viðtali við þau Loga Pedro og Sögu Garðarsdóttur í þættinum Tala Saman á Útvarpi 101.

Hjónin Hlal og Iwona eru eigendur kebabstaðarins Mandi í miðborginni. 

Starfsmenn og eigendur Mandi hafa orðið vitni að mörgu í gegnum árin í miklu návígi við íslenskt skemmtanalíf.

„Við eigum margar, margar sögur af uppákomum sem gerast um helgar. Eitt klassískt er þegar fólk gleymir að hafa borðað matinn sinn og spyr hvort hann sé ekki á leiðinni,“ segja þau og bæta við:

„Fólk getur verið drukkið og stundum þarf að kalla til hjálpar.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við hjónin í heild sinni. Tala Saman er á dagskrá alla virka daga á milli klukkan 16 og 18 á FM 94,1 og á 101.live.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×