City með fimm stiga forskot á toppnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Raheem Sterling
Raheem Sterling vísir/getty
Manchester City er með fimm stiga forskot á Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Bournemouth á heimavelli sínum í dag. City er enn ósigrað í deildinni.

Bournemouth byrjaði tímabilið í deildinni vel en hefur átt erfiðu gengi að fagna síðustu vikur og var tapið í dag það fjórða í röð hjá liðinu. City er hins vegar enn án taps og hefur aðeins tapað fjórum stigum úr fjórtán fyrstu leikjunum í deildinni.

Leikurinn byrjaði fjörlega og mættu gestirnir frá Bournemouth til leiks af miklum krafti. Þeir fengu hins vegar kjatfhögg eftir rúmlega kortersleik þegar Bernardo Silva kom heimamönnum yfir.

Manchester City tók öll völd á vellinum og varð leikurinn að leik kattarins að músinni.

Gestirnir áttu þó sín færi, þótt þau væru fá og langt á milli þeirra. Undir lok fyrri hálfleiks fjölgaði færum Bournemouth og framherjinn Callum Wilson, sem hefur verið frábær fyrir Bournemouth í byrjun tímabils, jafnaði með glæsilegum skalla eftir fyrirgjöf Simon Francis.

Það var því jafnt 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Pep Guardiola var allt annað en sáttur þegar hann gekk inn í hálfleikinn, eftir algjöra yfirburði sinna manna tóku þeir fótinn af bensíngjöfinni undir lokin og Bournemouth er gæðalið sem nýtti sér það.

Bournemouth er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir fjórða tapið í röðvísir/getty
Eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik átti Raheem Sterling frábæran sprett upp völlinn sem endaði með skoti sem fór af varnarmanni Bournemouth og í stöngina. City hársbreidd frá því að komast yfir.

Sterling var þó ekki hættur og aðeins þremur mínútum seinna kom hann City yfir. Sterling potaði boltanum í netið eftir klafs í teignum. Englendingurinn hefur nú skorað í síðustu sex leikjum sínum gegn Bournemouth fyrir City. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem leikmaður hefur náð slíkri tölfræði.

Bournemouth átti sín færi á að jafna og hefðu mögulega átt að fá vítaspyrnu þegar um korter var eftir af leiknum, Fernandinho klifraði upp á bakið á Mings inni í teignum, eitthvað sem væri klár aukaspyrna utan teigs. Eddie Howe vildi sjá vítaspyrnu fyrir þetta brot.

Augnablikum síðar skoraði City þriðja markið. Leroy Sane með krossinn inn í teiginn þar sem Ilkay Gundogan potaði knettinum í netið.

Markið kláraði leikinn fyrir City, Bournemouth hafði ekki tíma til þess að skora tvö mörk gegn Englandsmeisturunum og 3-1 sigur Manchester City raunin.

Viðtal við Eddie Howe
Viðtal við Pep Guardiola

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira