Liverpool er rauð þökk sé Divock Origi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óvæntur Origi kemur boltanum yfir línuna
Óvæntur Origi kemur boltanum yfir línuna vísir/getty
Það var boðið upp á hádramatík í baráttunni um Bítlaborgina þegar Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton heimsóttu Liverpool á Anfield í síðasta leik dagsins í enska boltanum.

Allt stefndi í markalaust jafntefli en þegar tæpar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma birtist hetja úr óvæntri átti. Belgíski sóknarmaðurinn Divock Origi skoraði eftir vægast sagt skelfileg mistök Jordan Pickford í marki Everton.

Þrátt fyrir markaleysið fyrstu 94 mínúturnar var leikurinn nokkuð fjörugur og komust bæði lið nálægt því að skora í fyrri hálfleik.

Gylfa Þór var skipt af velli á lokamínútu venjulegs leiktíma og var því ekki inná þegar Liverpool innsiglaði ótrúlegan sigur.

Liverpool nú tveimur stigum á eftir Man City á toppi deildarinnar en Everton er í 6.sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira