Lífið

Stuðmenn tóku búningamálin á annað stig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikið fjör á tónleikum Stuðmanna.
Mikið fjör á tónleikum Stuðmanna.
Stuðmenn í öllu sínu fullveldi var yfirskriftin á tvennum tímamótatónleikum Stuðmanna í Þjóðleikhúsinu um helgina. 

Á örfáum mínútum seldist upp á báða tónleikana en sjálf Ragga Gísla steig á svið með hljómsveitinni þetta kvöld ásamt Teiti Magnússyni, Hauki Pálssyni og fleirum.

Athygli vakti hve skrautlegir og myndrænir tónleikarnir voru. Listrænn stjórnandi að þessu sinni var Sunneva Ása Weisshappel, en Benedikt Erlingsson hefur stýrt síðustu tveimur uppfærslum Stuðmanna í Hörpunni. 

Sunneva og Anni Ólafsdóttir leikstýrðu 24 myndbandsverkum fyrir tónleikana sem voru vörpuð á stóra tjaldið undir hvert lag.

Verkin voru unnin og klippt úr nýju efni sem við tókum og leikstýrðum, eldra efni frá 100 ára Íslandssögunni í tenginu við Stuðmenn og Stuðmannaefni.

Sérstaka athygli vakti nýr bassaleikari sveitarinnar, Ingibjörg Elsa Turchi, en hún leysti af hinn ástsæla bassaleikara  Tómas Magnús Tómasson sem lést fyrr á árinu.

Hér að neðan má sjá myndir frá tónleikunum.

Búningarnir frumlegir og skemmtilegir.
Bryndís Jakbos flott á sviðinu.
Sjóarinn Egill Ólafsson flottur.
Trúðurinn á trommunni.
Nýr bassaleikari sveitarinnar, Ingibjörg Elsa Turchi, en hún leysti af hinn ástsæla bassaleikara Tómas Magnús Tómasson sem lést fyrr á árinu.
Teitur Magnússon kom við sögu á tónleikunum.
Jakob Frímann fór víst á kostum á tónleikunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×